Vel skipulagðar íbúðir á flottum stað í Hnoðraholti

Reir Verk ehf. hefur byggt nýtt fjölbýlishús við Þorraholtið. Húsið er þriggja til fjögurra hæða með samtals 49 íbúðum. Samsetning íbúða er fjölbreytt en í húsunum eru 9 tveggja herbergja íbúðir, 27 þriggja herbergja og 9 fjögurra herbergja íbúðir ásamt rúmgóðum þakíbúðum. Í bílageymslu undir húsinu eru 42 bílastæði með tengimöguleikum fyrir hleðslu rafbíla.

Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar.

Staðsetningin er frábær fyrir alla þá sem njóta góðrar útiveru þar sem Vífilstaðavatn og Heiðmörk er í næsta nágrenni og fyrir golfáhugafólk er Vífilstaðavöllur í göngufæri. Stutt er í verslun og þjónustu þar sem Smáralindin er steinsnar frá ásamt fjölda sérverslana í næsta nágrenni. Helsta stofnbraut höfuðborgarsvæðisins, Reykjanesbraut, liggur neðan við hverfið og þá munu almenningssamgöngur verða um holtið með stoppistöðvar á Vetrarbrautinni.

Þorraholt

REIR20

REIR20 er ný lausn fyrir kaupendur á eignum REIR verk. Kaupandi leggur fram að lágmarki 10% af kaupverði fasteignar – REIR20 leggur til allt að 20% á móti.  Allar íbúðirnar á þessari sölusíðu er hægt að kaupa í gegnum REIR20.  Frekari upplýsingar á www.reir20.is

REIR20.is

Þorraholt

Fjölskylduvænn bær

Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir leikskóla skáhallt á móti byggingunum. Nærri eru svo Hofstaðaskóli og Fjölbrautaskóli Garðabæjar. Öflugt íþróttastarf er í bænum og er Stjarnan með félagsstarf fyrir bæði börn og fullorðna þar sem er fjöldi deilda bæði í einstaklings- og hópíþróttum. Óhætt er að segja að nýjir íbúar Hnoðraholtsins muni njóta þess besta sem Garðabær hefur uppá að bjóða í fallegu umhverfi og góðri þjónustu nærri helstu náttúruperlum bæjarins.

Þorraholt

Íbúðir í Hnoðraholti

Hugmyndin er að búa til hagkvæmar og vel útfærðar íbúðir þar sem allir fermetrar eru nýttir til hins ýtrasta og áhersla lögð á að þær séu bjartar og gegnumlýstar.

Íbúðatýpurnar eru fjölbreyttar. Frá tveggja herbergja upp í fjögurra herbergja fjölskylduíbúðir. Á efstu hæð eru stærri og íburðarmeiri íbúðir. Þar eru yfirbyggðar þaksvalir og hægt að koma fyrir heitum potti.

Þorraholt
Þorraholt

Umhverfi

Í Garðabæ er náttúran aldrei langt undan. Gönguleið í kring um Vífilstaðavatn er vinsæl ásamt Heiðmörk með fjölda göngu- og skógarstíga.